SÁM 89/1908 EF

,

Móðir heimildarmanns sagði söguna af því þegar lömb frá Svalvogi voru látin í byrgið við Höfn. Eitt sinn bað bóndinn í Svalvogi bóndann í Höfn um leyfi til að setja lömbin sín í byrgið. Sagði sá að álög hvíldu á byrginu en hinn vildi lítið hlusta á það. Farið var með lömbin á bát og bundið fyrir augun á þeim. Þau látin í byrgið og hlaðið vel upp í. Um morguninn voru lömbin komin í túnið. Um nóttina dreymdi konu bóndans að til sín kæmi maður og bað hann hana um að láta bónda sinn taka lömbin. Farið var aftur með lömbin. Um nóttina dreymir systur bóndans að til hennar komi maður sem vilji að hætt verði með lömbin þarna. Um morguninn voru lömbin aftur komin heim. En besta kýr bóndans lá dauð á básnum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1908 EF
E 68/83
Ekki skráð
Sagnir
Fornmenn, draumar, álög og reimleikar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017