SÁM 90/2210 EF

,

Veðurglöggir menn og veðurspár. Menn voru misjafnlega veðurglöggir. Menn fóru eftir loftinu og draumum til að spá í veðrið. Einu sinni fór heimildarmaður ásamt öðrum í afrétt að ná í 3 kindur. Það var gott veður um morguninn þegar þeir fóru en maðurinn sagði heimildarmanni að taka með sér kápu því að þeir myndu fá vont veður. Það skall á bylur seinna um daginn. Honum hafði dreymt fyrir þessu um nóttina. Nokkrir menn spáðu fyrir veðrinu fram í tímann. Ef sumarið var vont var því trúað að það myndi batna með höfuðdeginum. Menn höfðu trú á merkisdögunum. Menn spáðu í kindagarnir. Ef það var tóm í kindagörnunum var það fyrir vondum kafla eða hagaleysu um veturinn. Ef það var framarlega í görnunum var það fyrir fyrripart vetrar. Fénu var ekki gefið ef hægt var að beita því í haga. Heimildarmaður þekkti engan sérstakan sem að spáði í vetrarbrautina. Margir eldri menn voru veðurglöggir.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2210 EF
E 70/3
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Draumar, búskaparhættir og heimilishald, veðurspár, spádómar, göngur og réttir og merkidagar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vilhjálmur Magnússon
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017