SÁM 88/1563 EF

,

Eitt sinn voru miklir erfiðleikar hjá kaupmanni, manni heimildarmanns. Það var aflaleysi og verðfall var á íslenskum afurðum. Einn morgun sagði hann að hann hefði dreymt fyrir því að nú færi honum að ganga betur. Hann sagðist hafa verið komin í ný föt, þau voru dökk og með silfurhnöppum. Um hálsinn sagðist hann hafa verið með keðju með krossi og á honum stóð 1941. Sagði hann að það væri fyrir stöðubreytingu að dreyma að maður væri kominn í ný föt. Árið 1941 dó hann.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1563 EF
E 67/72
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og verslun
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónína Eyjólfsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
11.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017