SÁM 90/2274 EF

,

Munaðarlaus drengur í Kverkártungu var látinn vaka yfir ullinni. Sagan gerist að sumarlagi. Húsbóndi drengsins kom drukkinn heim úr kaupstað og maður með honum. Sjá þeir að drengurinn sefur. Húsbóndanum gremst þetta og slær hann utan undir með svipuskaptinu. Fylgdarmaðurinn segir að betra sé að gera alveg út af við drenginn og lemur hann til dauða. Dysjuðu þeir hann í flagi. Áður en langt um leið fór hann að gera vart við sig. Var það þá í formi einhverra óhappa á þeim bæjum sem Kverkártungumenn heimsóttu. Einnig heyrðist stundum leki eða dropatal. Sagnakonan upplifði atburð að hausti til. Henni fannst vera komin rigning úti og hafði orð á því við manninn sinn að sér heyrðist vera farið að leka frammi í bænum. Við nánari athugun kom í ljós, að engin var rigningin. Skömmu síðar var barið og var þar kominn bóndinn frá Kverkártungu. Hann var á heimleið frá Þórshöfn. Sagnakonan tekur það skýrt fram, að hún hafi ekki lagt mikinn trúnað á slíkar sögur áður


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2274 EF
E 70/28
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Nafngreindir draugar og fylgjur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Kristinsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
15.04.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017