SÁM 85/276 EF

,

Schierbeck var eitt sinn landlæknir hér á landi. Hann hafði aðsetur á Miðhúsum í Eiðaþinghá og þangað komu menn til að fá lækningu. Þangað komu eitt sinn í sömu ferðinni Sigurður frá Ketilsstöðum og Lárus frá Papey. Læknirinn gefur þeim meðal og þegar kemur að því að borga spyr hann hvort þeir geti borgað. Segist Lárus vera talinn vera einn af ríkustu mönnum Austurlands en Sigurður segist ekki vera ríkur en hann geti þó borgað. Úr varð að læknirinn lét Lárus borga 50 krónur en Sigurður borgaði 2 krónur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/276 EF
E 65/10
Ekki skráð
Sagnir
Kímni , lækningar og tilsvör
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017