SÁM 86/837 EF

,

Faðir heimildarmanns var mjög berdreyminn. Um áramótin 1914 dreymir hann draum sem að olli honum miklum áhyggjum. Á þessum árum var venjulega ferðast með hest og vagn. Dreymir hann að hann sé á ferðalagi og er allt bjart í kringum hann. Mikið er um svartklædda menn en birtan kemur frá kirkjumýrinni. Þar sitja þrír menn en mesta birtan stafar frá einum þeirra. Hjá honum er staddur ókunnugur maður og segir sá að nú eigi að fara að dæma þjóðina. Faðir heimildarmanns er kallaður fram og er honum sagt að gera grein fyrir trú sinni. Hann gerir það og samþykkja þeir svar hans. Túlkaði hann drauminn þannig að hann ætti að gera almenningi grein fyrir trú sinni. Guðmundur kíkir telur þetta vandráðinn draum en segir að trúlegast sé að faðir heimildarmanns muni deyja á þessum slóðum. Seinna byggist þetta svæði sem að kom fram í draumnum og þar sem mennirnir þrír voru stendur Laugarneskirkja.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/837 EF
E 66/75
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, hestar, viðurnefni, furður, staðir og staðhættir, kirkjur og trúarhættir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ragnar Þorkell Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017