SÁM 94/3845 EF

,

En svo þegar þú ferð einn út að skemmta þér, var mikið drukkið á þessum samkomum? sv. Neei, mest af tímanum sem við, það voru engir peningar fyrir neitt af þessu. Jú, ég hugsa að við höfum drukkið svoldið vel. Bróðir minn og ég, við áttum splunkunýjan bíl og við höfðum unnið vel að þessu, sjáðu, við höfðum splunkunýjan bíl nítján tuttugog átta. Ég var sextán ára gamall þá. Við borguðum út níu hundruð dollara fyrir það sem var skipt, it’s a fortune today, you know so, það var þá sjáðu, það var ósköp mikið af peningum. Við höfðum gert gott í fiskerí og það var drukkið sumt, og sumt ekki, sumir drukku ekki. sp. Hvað drukkuð þið þá helst? sv. Bjór, alltaf bjór, já, flöskubjór. Það voru alls staðar bootleggers, sem við kölluðum, þú veist, leynisölustofuhús, þú veist, og það, þú, þú borgaðir tuttugu sent fyrir flösku af bjór sjáðu. Þetta var ekki svo mikið. Við keyptum okkur kannski tvær þrjár flöskur af bjór. Það var allt. sp. En var ekki hómbrjú eitthvað líka? sv. Jújú, það var mikið af því, mikið af hómbrjú, líka, heimatilbúið brennivín, þeir nebblega, þeir bjóu þetta allir fyrir sjálfan sig, Austurríkisfólkið og svo efa þú komst, þá seldu þeir þetta. sp. Gerðu Íslendingarnir ekkert af því? sv. Að búa það til? Nei nei, ekki nokkur, ekki nokkur sema ég vissi af. Nei nei, ekki neitt. sp. Hvernig ætli hafi staðið á því, veistu það? sv. Ég held bæði að þeir kunnu ekkert að búa það til, eða lagði aldrei hug á það. Eða hvurnig sem það var, ég veit það ekki. sp. Það hefur verið auðvelt að ná í það? sv. Ég held fólkið, ég veit það ekki, Austurríkisfólkið, hvurt það, þetta væri ekki bara sjálfsagt hjá þeim að gera þetta sjáðu. Það voru ekki alir sem seldu það. En bútleggerarnir sem við kölluðum, það voru Íslendingar sema bútlegguðu líka, búa til portbjór (?) ekki hómbrjú but bjór. Það var aldrei neitt brennivín, það var bara bjór, alltaf, fyrst sjáðu. Ég var.... ég var sossum fimmtán eða sextán eða tuttugu ára gamall, þá gerði ég.......... það var bútlegger og það var keyptur bjór, sjáðu, ...... kannski tvær þrjár fjórar flöskur af bjór, það var allt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3845 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019