SÁM 90/2138 EF

,

Frásögn af Jóni í Skipholti. Hann var gamansamur og þótti honum gaman að segja sögur þótt að þær væru ekki alltaf réttar. Jón þurfti eitt sinn að fara að Tungufelli til Bjarna. Bjarni var forvitinn og spurull maður og spurði hann Jón hvað væri að frétta. Jón sagði að það væri lítið nema að maður hefði dottið ofan í Geysir og kom hann upp um Strokk aftur. Jón sagði að hann hefði ekki brennt sig mikið aðeins komið nokkrar blöðrur hér og þar. Öðru sinni kom hann að Tungufelli og sagði hann Bjarna það að tungl hefði rekið rétt hjá Þorlákshöfn. Þetta var gamall tunglgarmur úr kopar og járni. Bjarni sagðist hafa viljað fá fjórðung úr því til eigin nota. Einhverntíma kom næturgestur til Jóns og hann vildi að hann fylgdi sér.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2138 EF
E 69/88
Ekki skráð
Sagnir
Sagðar sögur , slysfarir , ýkjur og stjörnuspeki
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.08.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017