SÁM 85/269 EF

,

Einn draugur gekk fyrir norðan. Árið 1899 var hart vor og menn voru víða í heyþröng. Einn bóndi í hreppnum gat hjálpað tveimur hreppum með hey. En þessi umræddi draugur fylgdi ættinni af Stað í Hrútafirði. Hann var ýmist kallaður Staðarmóri eða Ennismóri. Faðir heimildarmanns hleypti þetta vor ánum í fjöruna en einn daginn þegar hann fór að athuga með féð voru fimm ær dauðar en ekkert sjáanlegt dánarmein á þeim. Um kvöldið kom Guðmundur frá Stað að bænum og bað föður heimildarmanns um að taka af sér 40 gemlinga. Var talið að draugurinn hefði drepið ærnar til að rýmka til fyrir gemlingunum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/269 EF
E 65/6
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, húsdýr, búskaparhættir og heimilishald, tíðarfar, slysfarir, draugar og fjörur
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinn Ásmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
26.06.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017