SÁM 89/1801 EF

,

Draumaráðningar og draumar. Ekki sama hvað fólk hét sem mann dreymdi. Ekki gott að dreyma Ingibjörgu. Kona var heima hjá heimildarmanni sem hét Ingibjörg og þótti öllum vænt um hana, en vont var að dreyma hana því að það var fyrir slæmu. Hildur þýðir stríð. Einu sinni dreymdi heimildarmann að kona að nafni Þórhildur kæmi til hennar með bunka af hveitikökum. Eftir drauminn var endalaus barnaveiki allan veturinn á eftir. Nokkuð var um draumspaka mann. Ef heimildarmann dreymdi að hún væri á ferðalagi og væri illa búin til fótanna var það fyrir veikindum á börnunum hennar. Áður en Ingibjörg dóttir heimildarmanns fékk berkla dreymdi heimildarmann að hún væri komin inn í moldarkofa með barnið. Þar var inni maður Björn að nafni og leið heimildarmanni illa inni í kofanum og fannst eins og moldin myndi hrynja yfir barnið. Heimildarmaður ræðir um slæma vegi á Vestfjörðum. Eitt sinn dreymdi heimildarmann að hún væri á gangi á Vestfjörðum og var dóttir hennar með henni. Dóttir hennar studdi sig við hana og fannst henni erfitt að halda henni uppi. Kom í ljós að dóttir hennar þurfti aðstoð hennar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1801 EF
E 68/14
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, mannanöfn, veikindi og sjúkdómar og vegir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Lilja Björnsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
23.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017