SÁM 91/2471 EF

,

Á gamlárskvöld dreymir fóstru heimildarmanns að það komi kona sem spyr hvort hún geti fengið mjólk handa veikum manni sínum. Fóstran hélt það nú og var komin á fætur til að ná í mjólk. Konan átti heima í Melabrekku sem var nálægt bænum og kom af og til í draumi til fóstrunnar. Jens Ólafsson ætlaði að byggja þarna fjárhús og byrjaði að grafa. Þá varð fóstrunni nóg um og dreymdi að konan kæmi og segðist þurfa fara í burtu því hann færi að byggja og kvaddi hana með virktum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2471 EF
E 72/30
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar og nauðleit álfa
TMI G1301
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurlína Valgeirsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.05.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017