SÁM 88/1541 EF

,

Gamansöm kosningasaga um Hermann Jónasson. Það var eftir 1930. Hermann var einn á ferð á hesti og vildi ná tali af mönnum, enda stutt í kosningar. Hann hafði farið víða og ætlaði að hafa náttstað á einum kotbæ. Heimasætan kom til dyra og hann sagði henni erindi sitt og bauð hún honum í bæinn. Þegar Hermann hafði matast kom stúlkan með rúmföt í fanginu. Stúlkan bjó þar ásamt föður sínum. Hún ætlaði að búa um hann í rúmi föður síns en Hermann sagði það gott ef hann fengi að gista í hlöðu. Stúlkan sagði að þau létu ekki gesti sofa í hlöðunni. Hermann sagði það ekki gott að þau svæfu þarna saman, þó það væri ekki í sama rúmi þar sem hann væri í framboði. Fór svo að hann fékk að sofa í hlöðunni. Árla morguns vaknaði hann við háreisti og var þá bjart orðið. Nú voru feðginin komin út á hlaðið með kú og tarf. En tarfurinn var heldur lítill svo stúlkan setti undir hann öxlina og sagði við hann að nú skyldi hann duga því ekki væri hann í framboði. Heimildir að sögunni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1541 EF
E 67/56
Ekki skráð
Sagnir
Kímni, sagðar sögur, húsdýr, húsakynni og stjórnmál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017