SÁM 89/1779 EF

,

Einu sinni þegar heimildarmaður bjó á Hólsfjöllunum var hún að fara inn í fjós en það var undir baðstofunni. Tveir hundar voru á heimilinu en á leiðinni í fjósið sá hún svartan hund í göngunum. Taldi hún þetta vera annan heimilshundinn og ávarpaði hún hann með nafni. Henni fannst hundurinn þó eitthvað öðruvísi en hann var vanur að vera. Þegar hún kom að fjósinu lágu báðir hundarnir þar í stalli. Þegar hún kom upp aftur sá hún ekki hundinn. Daginn eftir kom maður á bæinn sem að sagt var að svartur hundur fylgdi. Maðurinn hafði átt þennan hund og gat heimildarmaður lýst vel þeim sem hún sá og kannaðist maðurinn við hann af lýsingu hennar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1779 EF
E 68/1
Ekki skráð
Reynslusagnir
Fylgjur, húsdýr og húsakynni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Ingvarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.01.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017