SÁM 93/3778 EF

,

Sigurður ræðir um fyrstu minningar á Þverá þegar verið var að byggja framhúsið á bænum en hann var sjö ára. Hann talar síðan um söfnun sína í æsku en hann safnaði mannabeinum sem komu í ljós eftir að áin hafði rifið úr bakkanum sunnan við bæinn og geymdi þau í skemmu á hlaðinu. Hann lék sér með þau en hann fann mörg bein og meðal annars sextíu hauskúpur. Áður fyrr var kirkja á Þverá en Sigurður telur að mannabeinin séu komin þaðan. Hann gróf síðar flest mannabeinin í flöt framan við húsin á Þverá og sum í kjallarann þegar hann var steyptur en þau eru þar líklega enn. Sigurður ræðir síðan um að hann hafi verið myrkfælinn áður en hann lék sér við beininn og tók sér oft krók framhjá bakkanum en hann hefur ekki fundið fyrir myrkfælni síðan. Sigurður heldur áfram að fjalla um beinin og nefnir að faðir hans hafi lofað Jóni Björnsyni kennara á Sauðarkróki nokkrum beinum til kennslu í barnaskólanum. Hann hætti við eftir að hafa fengið martröð og ekki sofið nóttina áður en hann ætlaði að láta beinin frá sér og taldi að fólkið eða eigendur beinanna vildu ekki að hann færi með þau til Jóns.


Sækja hljóðskrá

SÁM 93/3778 EF
FJ 75/43
Ekki skráð
Æviminningar
Draumar, bein, kirkjur, kirkjugarðar og myrkfælni
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurður Stefánsson
Frosti Fífill Jóhannsson
Ekki skráð
10.09.1975
Hljóðrit Frosta F. Jóhannssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 13.12.2018