SÁM 88/1535 EF

,

Kona ein var trúlofuð manni af öðrum bæ og fór oft að heimsækja hann. Lá leið hennar fram hjá skrýtnum klettum. Eitt sinn var hún sein fyrir og sá hún þá ljós uppi í klettunum, húsgafl og skrautbúna konu. Bað hún stúlkuna um að kona inn til sín. Var þar maður sem konan sagði að væri sonur sinn og vildi hann fá að eiga stúlkuna, að öðrum kosti myndi hann deyja úr ástarsorg. Stúlkan neitar þessu og segist vera heitbundin öðrum manni. Lætur konan við það sitja. Stúlkan giftist síðar unnusta sínum og eignast með honum barn. Segir hún yfirsetukonunni þessa sögu og gefur hún henni þau ráð að gæta þess að vera aldrei einsömul fyrr en hún hafi hlotið kirkjuleiðslu. Var fengin unglingsstúlka til að vera hjá henni. Eitt kvöldið þegar verið var að færa fram matinn varð stúlkan ein í eldhúsinu og fannst hún stuttu seinna meðvitundarlaus á gólfinu og dó hún upp frá því.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1535 EF
E 67/50
Ekki skráð
Sagnir
Hefndir huldufólks og ástaleit huldufólks
MI F200 og scotland: f137
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Herdís Jónasdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.03.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017