SÁM 88/1562 EF

,

Eitthvað var trúað á huldufólk þegar heimildarmaður var að alast upp. Oddur Hjaltalín var læknir. Einu sinni var dóttir hans send að sækja þvott og þegar hún kom inn í stofuna að ná í þvottinn sá hún að kona lá ofan á þvottinum stynjandi. Hljóp hún og sagði frá þessu. Var þá farið að gá að þessu var ekkert að sjá og enginn þvottur var þarna. Oddur var fyrstur til að smíða fæðingartengur og var grafinn með þeim. Talið var að þetta hafi verið huldukona í barnsnauð.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1562 EF
E 67/72
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, smíðar, húsbúnaður, nauðleit álfa, lækningar, fatnaður, verkfæri og fæðingar
MI F200 og mi f210
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jónína Eyjólfsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
11.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017