SÁM 85/239 EF

,

Benedikt og Kristín komu að haustlagi austan úr Breiðadal með kindahóp rekandi á undan sér. Þau fóru til prestsins á Kálfafellsstað og báðu hann ásjár. Þeim var leyft að búa á Selmýri. Næsta ár á eftir voru þau skráð vinnuhjú á Kálfafellsstað hjá séra Þorsteini. Virðist sem þau hafi verið þar eitt ár í vinnnumennsku en byrjað svo búskap á Neðribænum í Borgarhöfn. Eitt vor verður Kristín eldiviðarlaus og rífur niður hríslu sem var í bæjargilinu. Þá bregður svo við að einhvern þungi kemur á bakið á henni og líður hún mikil óþægindi af þessu. Henni var ráðlagt að leita á náðir prestsins sem ráðlagði henni að ganga í gilið og biðja gott fyrir það sem hún hafði aðhafst þar. Þunganum létti þá alveg af Kristínu. Benedikt lenti í hrakningum þegar hann sótti lömb úr Hálsi. Sögusagnir eru um að Kristín hafi verið ólétt eftir prestinn í Eydölum en það barn kom ekki fram þegar þau komu í Suðursveit. Talið er að hún hafi átt það á leiðinni og þau hafi séð fyrir því. Benedikt átti að bera út en var bjargað. Komið var að móður hans með hann á bakka Staðarár. Hann var talinn Erlendsson en sagður ekki rétt feðraður, mundi hann vera sonur prestsins í Einholti.

Sækja hljóðskrá

SÁM 85/239 EF
E 66/31-32
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, prestar, álög, búskaparhættir og heimilishald, ferðalög og ástir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinþór Þórðarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
18.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017