SÁM 94/3845 EF

,

Hvernig var með Gimli þegar þú varst að alast upp, hvaða fyrirtæki voru hérna? sv. Það var ekki mikið, mest fiskerí. sp. Það hefur verið pósthús og þess háttar? sv. Já, hvað, það gat einn maður fengið vinnu þar. Það var bara annaðhvurt að vinna í frystihúsunum. Það var frystihús hér, það var býsna stórt. Eða það var nú ekki stórt, ellegar að fara út að fiska, það var allt sem var. Og nú er orðið allt öðruvísi, nú fer enginn út að fiska, sjáðu, eða voða fáir. sp. En var ekki einhver bar hér eða eitthvað svoleiðis? sv. Brennivínshús? Jújújú........ stórt hús sem er núna Betel þarna. Það var byggt einsog, einsog, þarna hotel. Þar var bar, þar, það var löglegt sjáðu, þá, þetta var byggt nítján hundruð og sex og þá var löglegt sjáðu að hafa brennivínssölu sjáðu og gott ef maður fékk staup fyrir tíu sent eða eitthvað. Jújú, það var tvö stór hótel hér á Gimli þá, jújú, og þetta var sjáðu endinn á járnbrautinni, var hér svo allt kom lengst norðan að.... Bay, kom með, með, með ...... það er ekki rétt þetta. En mörg hundatreiningatím (?) með kynblendingum komu með þetta inn sjáðu, hérna. Ég hef ekki myndina en það sýnir fleiri fleiri þúsund ......... sem að komu hérna inn sjáðu. Svog þeir komust inn í barið eða og drekka, fyrsta sema ...... hafði drukkið brennivín og þeir urðu alveg bandvitlausir, það var nóg að gera, þeir, nei nei. sp. Hvað kölluðuð þið fólkið sema vann þarna? sv. Well það er sossum einsog réttá, ...... maður að .... bartenders ..... allt eins. Og einsog þú veist, mikið af Íslendingum voru voða mikið á móti brennivíni, þú veist, og þeir stofnuðu hér, þú veist, templers, you know, þú veist. Æ, Ó, Gjí, TÍ. Mikið á móti og þessir sem voru ef þeir drukku, það var, það var, já, mikið af þeim, þetta var bara áfengissjúklingar (?) eða guð veit hvað. Voðalega mikið á móti brennivíni, mikið af fólkinu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3845 EF
GS 82/3
Ekki skráð
Lýsingar
Atvinnuhættir og áfengi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ted Kristjánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
03.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.03.2019