SÁM 90/2178 EF

,

Prestar á Hesti. Jóhannes Tómasson ólst upp á sveit því að faðir hans hafði farið frá börnunum ungur. Hann skrifaði afa heimildarmanns bréf. Hann sagði í bréfinu að hann hefði sent Guðrúnu eftir mó í poka og einnig brennivíni á flösku. Tveir Pálar voru á Hesti. Annar þeirra dó úr berklaveiki. Í Þingnesi var haldin þjóðhátið og var prestur þá langt leiddur af sínum sjúkdómi. Séra Páll fermdi Önnu og henni líkaði ekki við hann þar sem henni fannst hann of stoltur. Séra Janus var við embætti þarna. Hann var greindur maður og skemmtilegur. Kona hans var fyrir það að rífast og gat rífist lengi við mann sinn. Hann svaraði því þó litlu. Séra Arnór var lítill maður en nettvaxinn. Hann átti fríða konu og 10 börn. Kona hans lést og hann giftist aftur. Hún fékk berkla og dó úr þeim. Margrét var heiðin en prestur var hrifinn af henni og langaði til að eiga hana. Hann gaf henni hring og kom oft til að tala við hana. Stundum fór hún í karlmannsföt og hermdi eftir honum og náði því vel.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2178 EF
E 69/114
Ekki skráð
Sagnir
Prestar , tilsvör , veikindi og sjúkdómar , ástir , trúarhættir , fermingar og hátíðir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Málfríður Einarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
16.12.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017