SÁM 89/1848 EF

,

Saga af því þegar móðir heimildarmanns lenti hjá huldufólki. Eitt sinn þegar hún sat yfir kvíaánum varð hún mjög syfjuð. Hún sofnaði og hana dreymdi að til sín kæmi kona sem bæði hana að koma með sér. Sagðist hana langa til að sýna henni heimili sitt og auk þess vildi sonur hennar fá að sjá hana. Móðir heimildarmanns vaknaði við þetta og þá stóð hjá henni þessi kona. Hún fór með konunni með hálfum huga því að hún hafði áhyggjur af kindunum en konan sagði að gætt yrði að þeim. Þær fóru að stórri klöpp og klappaði konan á klöppina og gengu þær þar inn. Þar var lítil íbúð, mjög glæsileg. Móðir heimildarmanns hafði aldrei séð eins myndarlegan mann og son konunnar. Hann vildi eiga móður heimildarmanns en móðir hans sagði að hún yrði að vilja giftast honum af frjálsum vilja. Huldukonan sagði við móður heimildarmanns að hún ætti eftir að eignast mann og sjö börn og yrðu þau öll mjög gæfurík. Sagði hún einnig að yngsta barn móður heimildarmanns myndi missa fimm börn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1848 EF
E 68/43
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, spádómar og ástaleit huldufólks
MI F200, mi f210 og scotland: f21
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ásdís Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
08.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017