SÁM 93/3686 EF

,

Guðmundur segist ekki trúa mikið á drauma en að gamla fólkið hafi oft dreymt fyrir daglátum. Hann man ekki eftir að þekkja til neins sem talinn var sérstaklega draumspakur þar sem það var mjög algengt að fólk dreymdi fyrir t.d. tíðarfari og öðru slíku. Ræðir ýmis draumtákn og hvernig þau voru túlkuð í þá daga. Guðmundur segir að bæði trú á drauma og huldufólk hafi verið mun meira í umræðunni á meðan bæði útvarp og dagblöð voru ekki komin. Eins hafa héraðsskólarnir haft sitt að segja því með þeim komst fólk í snertingu við meiri menntun og þekkingu og það hafði áhrif á fólkið. Á meðan fólkið hafði bara þjóðsögurnar og fáfræðin var margfalt meiri þá virkuðu þjóðsögurnar sem áróður á fólkið. Eins og þegar hann var búinn að heyra mergjaða draugasögu sem ungur drengur þá magnaðist myrkfælnin mikið. Margar sögur hafði hann heyrt áður en að hann las þær í bók.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 93/3686 EF
ÁÓG 78/8
Ekki skráð
Sagnir, lýsingar og reynslusagnir
Draumar, sagðar sögur og draugatrú
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Brynjólfsson
Ágúst Ólafur Georgsson
Ekki skráð
12.07.1978
Hljóðrit Ágústs Ó. Georgssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.04.2018