SÁM 89/1743 EF

,

Sigurður Pálsson var kennari í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var góður kennari og mjög mikill sögumaður. Hann hafði lært erlendis í Leeds en var Ísfirðingur að ætterni. Hann var lítill maður og ekki kraftalega vaxinn. Jafnan ruglaði hann saman Leeds og Ísafirði þegar hann var að segja frá. Á hverju ári sagði hann frá viðureign sinni við hrút. Sagan var á þá leið að þegar Sigurður var í Leeds þá gekk bandvitlaus hrútur í fjörunni á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sagði Sigurður að Ísfirðingar hefðu ekki hætt sér út á fjöruna en það gilti ekki um hann og einn daginn sagðist hann hafa gengið út fjöruna frá Leeds og mætti hann þá hrútnum. Hrúturinn kom til hans og kastaði hann honum út í sjóinn og þar drukknaði hann. Sagðist hann hafa verið kallaður fram fyrir fógeta í Leeds og þar var borið á hann að hann hafi drepið hrútinn. Sagðist hann hafa krafist þess að líkið yrði lagt fram.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1743 EF
E 67/194
Ekki skráð
Sagnir
Sagðar sögur, húsdýr, fjörur, ýkjur, kennsla, yfirvöld og sakamál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Þorláksson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.11.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017