SÁM 90/2212 EF

,

Helgi Péturs var sannfærður um að sá sem að orsakaði veikindi hans væri Lúðvík Kaaber bankastjóri. Þeir voru nágrannar og góðir kunningjar. Eitt sinn var Lúðvík að ganga niður í banka og kom þá Helgi á móti honum og skammaði hann fyrir að leggja sig í einelti. Helgi hringdi oft niður á lögreglustöð til að kvarta undan Lúðvík. Lúðvík var hræddur við að vera í nágrenni við Helga og flutti hann því. En hann var ekki fyrr fluttur en að Helgi var mættur. Heimildarmaður sá þegar Kaaber var eitt sinn að koma út úr bankanum og var þá Helgi staddur þar. Helgi réðist að honum með staf í hendi og barði hann með stafnum. Lögreglan og aðrir vegfarendur skárust þarna í leikinn. Helgi orti eina vísu og það var níðvísa um Kaaber: Svefnmorðingi öðru nafni.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2212 EF
E 70/3
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Veikindi og sjúkdómar og sakamál
Ekki skráð
Ekki skráð
Mælt fram
Ekki skráð
Guðjón Eiríksson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
20.01.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
frh. af SÁM 90/2211 EF

Uppfært 27.02.2017