SÁM 90/2303 EF

,

Talið var að bændur á Mýrum í Dýrafirði hefðu aflað auðs síns á miður heiðarlegan hátt. Þeir eignuðust margar jarðir og leigðu þær út og voru slæmir leigusalar, sérstaklega Guðmundur Hagalín. Mýrabændur þorðu ekki að eiga við Sighvat afa heimildarmanns því hann hafði mikla þekkingu, bæði var hann talinn kraftaskáld og hafði líka lögfræðiþekkingu. Heimildarmaður talar um hrun Mýraættarinnar sem byrjar með drukknun Guðmundar. Segir frá því að barnabarn Guðmundar hafi gefið börnum á Þingeyri brjóstsykur í miklu magni því að hún taldi að Mýraauðurinn hafi verið fenginn á óheiðarlegan hátt og vildi koma honum aftur út til fólksins í formi brjóstsykursins til barnanna. Hún taldi auðinn illfengna vera rót ógæfu ættarinnar


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2303 EF
E 70/47
Ekki skráð
Sagnir
Kraftaskáld og ríkidæmi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðjón Gíslason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
09.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017