SÁM 89/1726 EF

,

Snúningadrengur var í Fífuhvammi og sat yfir fénu. Hann hafði sofnað og þegar hann vaknaði fannst honum að kona hafi komið til sín í draumi og sagst vera komin til að biðja hann bónar. Hún bað hann að koma í bæinn með sér þar sem hann væri mikill söngmaður, en verið var að kistuleggja mann hennar og það væri enginn til að byrja sálminn. Hann fór með henni og allt gekk eftir. Svo finnst honum að huldukonan hafi fylgt sér til baka. Hún kvaddi hann en sagðist ekki eiga neitt til að gefa honum, en sagði honum að hann yrði góður bóndi og forsöngvari í kirkju. Þegar honum myndi mistakast að byrja sálm þá ætti hann stutt eftir ólifað.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1726 EF
E 67/182
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, húsdýr, fráfærur og hjáseta, búskaparhættir og heimilishald, spádómar, staðir og staðhættir og söngmenn
MI M340 og scotland: f125
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Ísaksson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
17.10.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017