SÁM 91/2460 EF

,

Ári eftir að systir heimildarmanns dó kemur látin móðir þeirra fram í draumi, fer út með heimildarmann og hún finnur hvernig hún lyftist hærra og hærra frá jörðinni. Hún sér jörðina síðan hverfa og finnur bara hversu létt hún er og stjörnurnar eru allt í kring. Móðirin ætlar að sýna henni hvar systir hennar dvelji og hversu vel henni líði. Hún sýnir henni hversu vel þeim líður og að hún eigi ekki að syrgja þær svona mikið því það sé það versta sem hægt er að gera. En siðan fylgir móðir hennar henni heim því hún eigi svo mikið eftir en ítrekar jafnframt að það sé til líf eftir dauðann. Þegar þær koma aftur á jörðina þá stendur heimildarmaður í bæjardyrunum og sér líkama sinn liggjandi á gólfinu og konur að stumra yfir henni. Þetta sýndi móðirin henni til að hún sæi að sálin hefði yfirgefið líkamann. Heimildarmaður hafði misst nokkra eftir þetta en syrgir ekki líkt og áður


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 91/2460 EF
E 72/22
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar og sálfarir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Olga Sigurðardóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.04.1972
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. af SÁM 91/2459 EF

Uppfært 27.02.2017