SÁM 88/1565 EF

,

Töluverð draugatrú var til staðar. Oft urðu menn úti og átti þeir þá að ganga aftur. Ekki var talað um nein önnur varnarráð gegn draugum en það að biðja fyrir þeim. Þetta væru menn sem ekki væru búnir að átta sig á umskiptunum, vansælar sálir sem að skorti frið. Nokkuð var um sagnir af uppvakningum, sendingum og fylgjum. Mest var talað um Írafellsmóra og Hítardalsskottu. Hítardalsskotta átti að hafa verið sending. Hún var tófa sem hafði verið flegin volg aftur undir mjaðmir og síðan var hún vakin upp. Hún dró alltaf á eftir sér skinnið. Hún fylgdi ættinni lengi og sótti illa að á undan fólki að þeirri ætt. Írafellsmóri var niðursetningur og varð hann úti á milli bæja. Hann gekk aftur og fylgdi því fólki sem að úthýsti honum síðast. Hann sást oft skokka á undan manninum sem hann fylgdi þegar hann var í útreiðartúrum. Einu sinni var hann á ferð og kom þá bróðir heimildarmanns inn og sagðist hafa séð manninn á ferð með strák hlaupandi á undan sér.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1565 EF
E 67/73
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, fylgjur, sendingar, sagðar sögur, afturgöngur og svipir, villt dýr, slysfarir, draugar, ráð gegn draugum, draugatrú, uppvakningar og niðursetningar
MI E423, mi e430, tmi d301 og mi e422
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017