SÁM 84/90 EF

,

Saga um Árna Gíslason í Melabúð á Hellnum. Hann var gamall þegar Finnbogi var krakki. Einu sinni var hann vetrarmaður hjá föður heimildarmanns. Hann sagði margt skrítið. Einu sinni var messa í Hellnakirkju og fóru allir frá Melabúð í kirkju. Um morguninn áður en messað var, voru teknir inn hrútar. En hrúturinn hafði ekki verið látinn inn í þann kofa sem hann átti að vera í um veturinn. Þegar fólkið kom heim var hrúturinn horfinn. Þá segir Árni frekar óðmála að það sé ljóta vesenið að hafa prestinn ekki í kofanum á meðan hrúturinn var í kirkjunni. Heimildir að sögunni. Líklega 36-37 ár síðan þessi saga gerðist.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/90 EF
EN 65/36
Ekki skráð
Sagnir
Kímni, sagðar sögur og tilsvör
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Finnbogi G. Lárusson
Hallfreður Örn Eiríksson og Svend Nielsen
Ekki skráð
20.08.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017