SÁM 89/1937 EF

,

Heimildarmann dreymdi fyrir daglátum. Þegar heimildarmaður var smali gat hann fundið féð eftir draumum. Ef heimildarmann dreymdi að hann væri að ríða dökkum hesti var það fyrir óveðri. Ef hestarnir voru óviljugir var það fyrir stormi. Hvítar kindur voru fyrir snjókomu. Stórir hópar af kindum var fyrir langviðri. Fullar hlöður af grænu heyi voru fyrir heyleysi. Stórir flekkir á túnum voru fyrir snjókomu. Ef skip voru á landi eða upp til fjalla var það fyrir fiskleysi. En ef bátur sökk var það fyrir góðum afla. Silfurpeningar voru fyrir happi. Eitt sinn dreymdi heimildarmann að hann væri með nokkra silfur- og koparaura í lófanum og seinna fékk hann happdrættisvinning.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1937 EF
E 68/100
Ekki skráð
Sagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vilhjálmur Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017