SÁM 88/1503 EF

,

Heimildarmaður var á Esther og lenti í hrakningum árið 1916 á bátnum. Gott veður var þann dag og margir voru úti og langt úti við. Skyndilega skall á vont veður. Reynt var að sigla heimleiðis. En fljótlega varð að róa því að eitthvað brast í bátnum og því ekki hægt að sigla. Komust þeir undir Reykjanes og voru skip nálægt. Stundum braut sjórinn yfir bátinn. Var síðan nokkrum áhöfnum bjargað um borð í eitt skip og voru skipin bundin aftan í það. Skipið var orðið vel lestað. Þegar þeir komu út undir Krísuvík var farið að þrífa skipið. Siglt var undir danska fánanum. Nokkur skip fórust í lendingunni á Grindavík í veðrinu. Fólk var því ánægt að endurheimta mennina af þessum bátum.

Sækja hljóðskrá

SÁM 88/1503 EF
E 67/30-31
Ekki skráð
Sagnir
Sjósókn, slysfarir, bátar og skip og sjávarháski
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sæmundur Tómasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017