SÁM 90/2295 EF

,

Á Brúará var sá rammasti álagablettur sem hægt er að hugsa sér. Þar er hár höfði, huldufólkslegur eftir því sem trúin var, og brekka fyrir neðan. Sama hvar viðmælandi sleppti hestunum, þeir gripu aldrei niður í brekkunni. Krökkum ekki leyft að leika sér þarna. Viðmælandi heyrði það frá telpu sem var þarna að sá sem keypti jörðina af viðmælanda hefði farið að byggja fjárhús þarna og tekið grjótið úr hjallanum og torf úr brekkunni. Um nóttina var einhver undirgangur og óeðlilegur hávaði en um morguninn var húsið hrunið. Þeir létu grjótið aftur á sinn stað og fóru með torfið aftur upp í brekkuna. Nóttina á eftir bar ekki á neinu óeðlilegu. Það mátti ekki hreyfa við neinu í höfðanum eða brekkunni og ekki slá brekkuna. Viðmælandi gerði það aldrei og beitti aldrei þarna, hestarnir vildu hvort eð er ekki fara þangað


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2295 EF
E 70/41
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Huldufólksbyggðir og álög
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Benedikt Benjamínsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.05.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017