SÁM 86/823 EF

,

Heimildarmaður fór eitt sinn í eftirleit í Hraundal. Þar í botninum hafði áður legið mikill jökull en hann fór sífellt minnkandi. Þegar hann gengur meðfram skaflbrúninni rakst hann á hestabein sem voru að koma í ljós undan jöklinum ásamt klyberaboga og öðrum spýtum. Samferðamaður heimildarmanns ákvað að taka með sér tönn og hugðist sofa á henni um nóttina. Þegar þeir koma heim um kvöldið leggjast þeir fyrir og sofnar samferðamaðurinn. Hann hrekkur upp með andfælum og rífur tönnina burt undan koddanum. Hann segir að honum hafi fundist hann vera staddur á Rauðanúp og sér hann hvar menn koma með hesta úr holtunum austan við skaflinn. Þeir ganga allir í röð en allt í einu hverfur einn hesturinn ofan í skaflinn. Einn maður fór niður í sprunguna til að aflífa hestinn. Fannst samferðamanninum sem að sá héti Egill. Tveimur dögum seinna fer heimildarmaður og samferðamaðurinn að næsta bæ. Þar var gömul kona og spyrja þeir hana að því hvort hún muni eftir manni sem heiti Egill. Sagði hún að maður í Hraundal hafi heitað Egill og lýsir hún honum vel og kannast samferðamaður heimildarmanns við lýsinguna á honum.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/823 EF
E 66/66
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, hestar, slysfarir, staðir og staðhættir, bein og göngur og réttir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórarinn Ólafsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017