SÁM 90/2109 EF

,

Benóný var myndarlegur maður en hann fékk heilablóðfall og þá varð hann skrýtinn. Hann hljóp alltaf í hringi. Hann var einkennilegur en alltaf góður við alla. Hann var alltaf með skjóðu með sér og þar var ýmislegt til. Krökkum fannst gaman að sníkja af honum og lögðu þeir það á sig stundum að sofa í hlöðunni hjá honum. Einu sinni kom hann úr Fáskrúðsfirði og var hann með bagga á bakinu. Í bagganum var net og ætlaði hann að veiða í það. Þetta voru síldarnót og var þetta allt fúið og ónýtt. Heimildarmaður lagði þetta með honum en það kom ekkert í þetta.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2109 EF
E 69/65
Ekki skráð
Sagnir
Fiskveiðar, utangarðsmenn og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Símon Jónasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.06.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017