SÁM 94/3875 EF

,

Svo nítján sextán fékk hann þetta orgel. Pabbi var voða mikið fyrir söng og langaði alla tíð svo mikið að læra, læra á orgel. Og þegar hann var fjörtíu og átta ára þá, þá var agent fyrir Singer félagið, laval skilvindur og orgel ... var á ferðinni, .... fyrst keypti hann saumavél af honum og svo skilvindu og hann vissi um þetta orgel, útvegaði pabba það. Það var nú í vondu lagi fyrst en, out of tune, þó það kæmi frá Winnipeg félögunum. Það var búið að vera heilmikil viðgerð þar. Og það kom þýskur, þetta var .... og það kom þýskur karl sem var á ferðinni hér, með ýmislegt, var að reyna hafa eitthvað ofan fyrir sér, þýskir áttu ekkert þægilegt hér á stríðstímanum. Fólk var heldur á móti þeim. Og treysti þeim ekki. Og hann kom til okkar og hann sagðist geta gert við orgelið. Svo að hann var, hann var hjá okkur eina þrjá fjóra daga. Og hann setti það í ansi gott lag. Og pabbi lærði af honum og hann tók það aftur sundur sjálfur og eftir, og gerði við það þegar það skemmdist, skemmdist, það komst melur í það, sem kom í hérna .... En hann byrjaði að lesa nótur og hann lærði það mikið að hann gat spilað sálmalögin. sp. Lærðir þú eitthvað? sv. Ég lærði eiginlega ekki, það var, ég, ég tók lexíuna af pósti, og, ég var góð að lesa þær, og það, ég hafði ekki nóg, æfingu með höndurnar, og ekki með því að vinna harða vinnu. .......En ég hafði nóg til þess að meðan þau voru veik þá gat ég skemmt þeim. sp. Hvað spilaðir þú? sv. Sálmalögin voru uppáhaldslögin þeirra beggja. Þau kunnu eiginlega allt. Mamma vildi, alltaf þegar henni leið illa þá bað mig hún mig um að spila eitthvað af sálmunum sem höfðum að gera með krossfestingu Krists. Og henni fannst að þegar hann leið svona miklar kvalir þá ætti hún að þola þetta. Nei, ég, ég hef aldrei kunnað að spila en ég gat nóg til þess, að það var ákaflega mikil hjálp fyrir þeim. Ég gat meira eftir að ég kom hingað og hætti við ..... Og pabbi var svo góður að syngja, hann hafði ákaflega góða rödd.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Tónlist
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019