SÁM 94/3857 EF

,

Hvernig var með matargerð þarna, hvað höfðuð þið? sv. Þá, á þeim tíma, var mest saltkjet því það var ekki hægt að geyma neitt. Þú veist, fólk hafði ekki ís nema svo lítið að það meltaði svo fljótt. Svo það var mest saltkjet nema bara rétt fyrst eftir að var slátrað. sp. Var reynt að reykja eitthvað? sv. Já, og svo reykti það, reykti kjöt og maður bjó til slátur, lifrarpylsu og blóðmör, rúllupyslu og lundarbagga. sp. Þetta hefur allt verið búið til? sv. Allt búið til. sp. Voruð þið með svið líka? sv. Já, já, þótti þau góð og mér þykir þau góð enn. Kindasvið. sp. Það er nú ekki mikið um þau hér, samt, er það? sv. Nei, voða lítið, ekkert orðið. sp. Bökuðuð þið eitthvað líka? sv. Já, öll brauð, öll brauð og kikur (kykur = kökur?=, ...kökur og vínirtertu. Ég man eftir því að þessi kona sem að var móðir mannsins míns, hún var stjúpa hans. Hann missti móður sína þegar að hann var ungur. Hún dó af barnsförum, af þriðja barninu og Jón Bjarnason giftist aftur þessari Ragnheiði; hún var Sæmundsdóttir. Og hún var ákaflega hreint góður kúkk, því hún var heima á Íslandi þangað til hún var orðin fullorðin og hún vann í bakaríi. Og hún var really góð að kúkka. Svo mig vantaði svo mikið að baka vínirtertu, læra það. Svo ég bað hana nú að reyna að kenna mér. Já, já, hún sagðist geta gert það. Svo var ég nú að baka vínirtertuna og mér gekk nú hálfilla að láta þetta tolla saman, breiða það út, þú veist. Svo ég sagði: „Æi, þetta _____ gengur aldrei“. „Jú, jú“ segir hún. „Þú getur það“. Og ég er alveg viss um það að ég er ekki að skrökva að ég er búin að búa til.... well ég veit ekkert hvað mörg hundruð vínirtertur nema að þær eru margar. Og það really margar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3857 EF
GS 82/8
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðríður Johnson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
05.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 22.03.2019