SÁM 86/826 EF

,

Mikil trú var á huldufólk. Foreldrar heimildarmanns byggðu kálgarð í Hesthúshóli. En alltaf komust skepnur í hann og eyðilögðu allt. Það kom til hennar huldukona sem sagði henni að garðurinn væri beint fyrir glugganum hjá þeim, það myndi aldrei heppnast að sá í hann. Síðan kom huldukonan aftur og sagði henni að slétta garðinn svo þeim myndi ekki hefnast fyrir það. Móðir heimildarmanns sagði við konuna hún héldi að börnin gerðu þeim meira illt því þau væru alltaf að leika sér á hólnum, en huldukonan sagði það allt í lagi því börnin þeirra væru alltaf með þeim. Um veturinn kom maður huldukonunnar til móðir heimildarmanns og sagðist ætla að lækna hana af astmanum sem hún hafði fyrir að hafa hætt við að sá í garðinn og sléttað hann. Hún fékk lítið huldukonumeðal í litlu glasi sem hún varð að drekka í einu og batnaði upp frá því.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/826 EF
E 66/68
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, huldufólkstrú og verðlaun huldufólks
MI F200, mi f210, ml 6015a, tmi g181 og tmi m342
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Geirlaug Filippusdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.11.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017