SÁM 88/1502 EF

,

Heimildarmaður segir að menn hafi verið trúaðir á sæskrímsli. Einn strákur var eitt sinn á ferð við fjöru og heyrði hann þá í skrímsli rétt hjá sér. Reyndi hann að hlaupa en fleygði sér síðan niður á milli þúfna og sá hann þá skrímslið vera að snuðra hjá sér. Síðan hélt það áfram sína leið en hann dó stuttu seinna. Einu sinni var fólk veikt í skarlatssótt og heyrði það þá í einhverju fyrir utan bæinn sem það taldi vera sjóskrímsli. Var síðar sagt að þetta hefðu verið hestar sem hefðu verið á beit niður við fjöru og hefðu verið að hrista af sér þarann fyrir utan bæinn.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1502 EF
E 67/30
Ekki skráð
Sagnir
Hestar, húsakynni, heyrnir, fjörur, feigð, veikindi og sjúkdómar og sæskrímsli
TMI R501
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sæmundur Tómasson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017