SÁM 94/3954 EF

,

Hvað voruð þið með af korni hér í ökrunum? sv. Ó, mikið til hveiti og bygg. sp. Og var það það sem þið gáfuð gripunum? sv. Já, byggið var malað tilþessað feta, eða setja hold á skepnurnar. sp. Þið hafið ekkert þurft að kaupa það? sv. Nei, nei, og við vorum alltaf bundnir af því að leggja við, við höfðum alltaf góðan forða svoað efaða var hart í ári, að við vorum aldrei í neinum vandræðum. sp. Hvernig unnuð þið kornið, gerðuð þið það bara hér heima? sv. Já, það var malað bara hér heima. sp. Hvernig, voruð þið með myllu þá hér? sv. Já, við höfðum, ja, það var, við höfðum bara einn stóra traktorinn á kvörn og þetta var útbúið stöng þarsemaðað við ældum bara úr trökkunum og það mundi svivill, eða snerill taka það upp og svo barast seig það oní kvörnina. Þú þurftir að vera í kringum það enen það var, það var allt gert á vélum. sp. Reynduð þið ekkert að smíða vindmyllu eða svoleiðis? sv. No, það var enginn kraftur hægt að hafa úr svoleiðis lagað, það var, þetta hefur verið stór og mikill, já, -: Eh, við vorum, við höfðum, við bárum ((Hún: Vindmyllur?)) vindmyllu ((Hún: Já, það var notað fyrir ljós)). Já, já við höfðum rafmagns, hérna dænamó eða svoleiðis en það var, ó helvíti, það var hálfgert helvítis glingur. En, ((Hún. Það var lélegt, já)) en ég kom heim enn laugardag og var að gefa hér með, þeim, skepnunum. þegar var verið að fita, eða nebblega sett áhersla á að, að fita eða bæta hold á nytjanautum. Það var í febrúar, ég man ekki hvað við höfðum, það var, af skepnum eða einhvurju, hvurt það var stórir gripir eða litlir gripir, ég man ekki hvurnig það var, en við bárum fóðurbætirinn til þeirra, oft, því þetta var í mörgum stíum. Þú veist, um allt, þessi hópur. Og, og það át sitt úr hvurju trogi af þvíaðað, þú verður alltaf þegar þú ert með þessi holdanaut að, að sortera þau svo þau eru alveg sama stærð. svo að einn aféti ekki annan. Og, við bárum þettað í það sem er kallað fimmgallona fötum, sjáðu, það er um tuttugog, og sex lítrar, er það ekki? Jú, í hvurjum fimm gallonum. Og, þennan dag, þá taldi ég það og það voru níutíu fötur: Svo þú sérð hvað við vorum að ausa af korni. sp. Var þeim ekki beitt þá að neinu ráði? sv. Nei, ekki þær, við höfðum haga hér norður frá og, en eftir að þú varst búinn að setja það á það sem við kölluðum fóður, þá voru sex mánuðir, þeir sáu aungvan haga. Nei, af því að það var alveg bara, ýtt á það allt sem hægt var. sp. En þið hafið ekki haft þá úti allan veturinn? sv. Jú, við höfðum allt nema þessar skepnur sem við vorum að mjólka og við höfðum pláss eða kýr voru að bera í miklu frosti. Þá gátu þær borið inni. sp. En hvenær var það sem menn fóru að hafa gripina úti allan veturinn, það var ekki alltaf, var það? sv. Nei, það var ekki fyrr en að við vorum komnir með, með holdanaut. ((Hún: Nei, það var ekki fært áður)). En við höfðum skýli. sp. Sem þeir gátu farið inní? sv. Já, og við höfðu, við bundum strávið, úr þreskivélunum. Við nebblega léttum, dreifðum því ekki, við settum það í risti aftur úr vélunum. Svo bundum við það og við bárum alltaf mikið undir það. Og hlandið og mykjan, úr skepnunum, það hitnaði, í stráinu, og þetta var orðið kannski svona djúpt á vorin. Við komum með jarðýtu og ýttum bara alveg hreint í gegn. Við lyftum bara einum vegg og skutum það í gegn og settum út og þar, þar nebblega hlóðum við því upp í vörubíl og bara fluttum útá akra, dreifðum bara útá akra. Stráinu og mykjunni og öllu saman. En það hitnaði í því svo það var, það var, skepnurnar lágu í þessu, skraufþurrar og, og hitinn dampaði uppúr þessu. Það fæddist, eh, það kom nú fyrir, hjá okkur, að við misstum einhvurn veginn af tali af, af kúm sema höfðu beitt eða eitthvað eða eitthvað komið fyrir semaðaðaðað við vissum ekki hvurnig að kom. Það var einn veturinn, þá var þetta hús hérna fyrir sunnan, og, við vorum með hey, laust hey. Við hættum því algjörlega í nítján fimmtíu og átta að framleiða hey. Við tókum allt í súrhey úr því, af því að það var drýgra. Og miklu léttara að, að eiga við það. Og ég hafði þá kúnst að, fara á morgnana, svona um fimm leytið, hálffimm á morgnana, og ég gaf skepnunum, ég nebblega ruddi niður heyinu úr þessum stökkum semaðeða bingjum sem það var í. Og það var flutt heim bara á jarðýtum, við bara komum heim með heila stakkana og settum þá inní grindir og svo bara ýtti ég þessu útí hliðarnar og, þetta var fjandi kalt þennan morgun, það var svo kalt að það var janúar og það var, lá móða bara yfir alla hluti og voða kyrra, þú veist það var, svoleiðis. Og þerég skaust út þarna um morguninn, kem í kringum húsvegginn, þá heyri ég kálf baula og það átti enginn kálfur að vera neins staðar,: þú veist að það var ekki, ekki hérna megin; en við höfðum skepnur líka hinum megin af því að þetta var, þetta var um allt hjá okkur. Og, ég for þarna norður, og þegar ég kem að þessu hýsi þarsem allar mjólkurkýrnar voru í, þetta voru allt kýr, sjáðu, áttu allar að vera kýr sema voru kálffullar. Og ég sá ekkert, það var engin skepna úti og ég sá ekki neitt og ég er að hlusta og hlusta og hlusta og, horfa í kringum mig þarna og einsog ég segi, það var bara blá móða um allt, allt í einu baular þetta litla grey og hann er þá, ja, einsog frá mér eins lagt einsog Olla hérna, frá mér. Og hann lá þarna barasta á gaddfrosnu, snjónum úti. Það var náttulega allt troðið eftir skepnurnar en, en, og hann hafði verið fæddur alveg hreint, sjáðu, galheilbrigður, afþví að hann lá alveg fyrir, alveg rétt þú veist, að hann var ekki, hann lá ekki flatur eða neitt svoleiðis, neinei. Og ég kem þarna að þessu litla greyi og, og hann getur ekki hreyft sig og ég tók hann upp, það var alveg einsog að taka upp tösku, þú veist að ég gat seilst yfir hann og tekið í framfæturnar sitt hvoru megin og hann hélt sér! Hann var sjáðu dáltið frosinn. Og ég hljóp með hann barasta alveg hreint í gríð og var heim, og henti honum í baðkerið, og heitt vatn, og sagði Ollu að líta eftir honum af því að ég þurfti nebblega að, að henda í skepnurnar og ég átti að vera kominn í vinnu klukkan átta í Winnipeg og, svog kom ég nú úr að gefa þarna og þá var, þá var hann farinn að sprikla heilmikið. Hann var orðinn alveg galhress í heita vatninu. Og við höfðum keypt á heimilið þurrku, rafmagnsþurrku, fyrir þvottinn, og kassinn var ennþá til af honum, oní kassann, við, fyrir framan eldavélina niðrí kjallaranum og svo vissi ég náttulega ekkert meira um hann en hann var orðinn algóður eftir dálítinn tíma. En ekki þó svo aðaðað skekktist eitthvað í frambógunum og við tókum hann aldrei eða, fórum aldrei með hann norður í hagana. Við höfðum hann bara hér með mjólkurkúnum og kúna sem hann var undan, hér heima. Og hann fæddist/þvældist um nóttina þegaraða Rússarnir settu upp fyrsta Spútnikk og við kölluðum hann alltaf Spútnikk. Og hann, hann var helvítis plága, þú veist að hann var, svo mikill heimagangur að hann fór, hann gat opnað öll hlið og var í öllum fötum og, og öllu þar sem hann átti ekki að vera. sp. En hvað hafði þá orðið af kúnni, móður hans? sv. Ó, pabbi fann hana um morguninn sjáðu, að, það var auðsjáanlegt að hún hafði borði þegarað. sp. Var þá allt í lagi með hana? sv. Jájá, hann fór bara með hana inní fjós og kálfinn líka. Smellti kálfinum undir hana. Og efaraðað kom nú eitthvað svoleiðis fyrir og það var eins þervið höfðum kindur. Efara kindurnar vildu ekki taka lömbin einhvurra ástæðna vegna, ja, oftast nær, ég vil nú ekki segja að það hafi nú ævinlega dugað, en við bundum hund nálægt, ekki það að þær gátu náð í hundinn enaðað hundurinn væri þar og kýrnar og ærnar, þær tóku ævinlega kálfana eða lömbin ((Barn: That’s mine)). That’s it, já, o, you gonna have to write in this one, og eh svoleiðis var......


Sækja hljóðskrá

SÁM 94/3954 EF
GS 82/6
Ekki skráð
Lýsingar
Húsdýr, búskaparhættir og heimilishald og jarðrækt
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefán Stefánsson og Olla Stefánsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
04.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 21.03.2019