SÁM 89/1954 EF

,

Fransmenn. Á Vatneyri er heill grafreitur Frakka. Stundum voru 50-60 skútur í höfninni á Patreksfirði. Það voru svo margir á þeim að þeir hefðu getað tekið þorpið herskildi ef þeir hefðu viljað. Einn daginn var heimildarmaður heilan dag að versla við frakkana. Þeir versluðu á uppstignardag því að þeir höfðu lítinn tíma. Þeir versluðu með franska peninga. Margir kunnu frönsku; „Lúkke trúkke mí fransí“. Það þýddi eigum við ekki að versla. Þeir létu brauð og kex í staðinn fyrir vettlinga.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1954 EF
E 68/111
Ekki skráð
Sagnir
Tungumál, verslun, bátar og skip og frakkar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Jóhannsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
27.09.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017