SÁM 90/2330 EF

,

Borgarmegin í Borgarfirði var bær sem hét Kot og talið er að hann hafi farið í eyði í svarta dauða. Þar bjó kerling að nafni Gríma. Hinum megin við fjallið, í Dynjandisdalnum, bjó kerling að nafni Ingveldur sem kennd er við Ingveldarurð í fjallinu. Báðar voru ómannblendnar og lifðu á veiðiskap og kindum. Fjandskapur kom upp á milli þeirra og hétust þær hvor við aðra. Þær heitingar enduðu með því að það féllu skriður sem tóku bæi þeirra beggja. Skriðan Dynjandisdalsmegin er kölluð Ingveldarurð. Báðar áttu þær að hafa lagt það á að silungsveiði myndi leggjast af hjá hinni. Gríma var talin hafa verið útlendingur, Norðmaður eða Finnmerkingur og báðar áttu þær að hafa verið fjölkunnugar


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2330 EF
E 70/67
Ekki skráð
Sagnir
Örnefni , fornmenn , galdramenn , heitingar og svarti dauði
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
30.09.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017