SÁM 90/2301 EF

,

Heimildarmaður segir frá uppruna Hörglandsmóra. Erlendur maður sem var skólafélagi íslensks manns sem var svikinn í kvennamálum á Íslandi ákvað að vekja upp draug þegar hann heyrði af sjálfsmorði mannsins. Hann vakti upp stóran, mórauðan hund og sendi til Íslands. Átti hann að fylgja í níunda lið ætt þeirrar sem sveik manninn. Einnig átti alltaf að vera kalt á milli hjóna sem hann fylgdi. Afar oft duttu dýr niður dauð áður en þeir sem hann fylgdi komu en þegar heimildarmaður man eftir sér, í áttunda lið var þetta farið að minnka. Hann man samt eftir því að eitt sinn þegar hann vann við að stía ær þá datt ein ærin dauð niður. Þetta þótti mjög undarlegt en stuttu seinna kom Finnur Magnússon, sá sem Móri fylgdi. Svipaðir atburðir gerðust þetta sama vor og þó að Móri fylgdi mörgum voru þessi óhöpp mest áberandi í kringum Magnús hreppstjóra og Finn son hans. Segir fleiri sagnir af Hörglandsmóra. Man eftir fólki sem sagðist hafa séð Móra en frekar ógreinilega. Eftir að heimildarmaður varð tíu ára sást Móri aldrei og var hann talinn útdauður


Sækja hljóðskrá

SÁM 90/2301 EF
E 70/45
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Nafngreindir draugar, ættarfylgjur og uppvakningar
MI E423.1.1
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Magnús Þórðarson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
08.06.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017