SÁM 86/876 EF

,

Þegar heimildarmaður var 12 ára gamall var hann lánaður að heiman, norður í Hlöðuvík. Hann átti að hugsa um kindurnar og smala þeim. Einn morguninn fór hann út í fyrra lagi til að huga að kindunum og fannst þá vanta eina kind. Friðrik hélt fram í Krókholt, sem voru stór og há holt. Hann rambaði með holtunum en sá ekki neitt. Þá sá hann allt í einu konu koma og fór hún upp fyrir holtið. Hún var klædd allt öðruvísi en konur voru í þá daga, hún var í svörtum fötum og dökkri peysu, með sítt, svart hár. Konan leit ekki við.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 86/876 EF
E 67/10
Ekki skráð
Reynslusagnir
Huldufólk, húsdýr, fráfærur og hjáseta, búskaparhættir og heimilishald, heyskapur og fatnaður
MI F200
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Friðrik Finnbogason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017