SÁM 84/208 EF

,

Heimildarmann dreymdi að hann væri staddur í Súðavík og var formaður verkalýðsfélagsins, eins og hann hafði verið. Ákveðið var að halda grímuball í samkomuhúsinu. En maður einn var búinn að byggja hús og ætlaði að keppa við þau og halda sjálfur ball. Verið er að tala um þetta og segir heimildarmaður að það sé allt í lagi því þeir skuli aflýsa ballinu og fara inn að Dvergastein og fá stóra braggann. Gamli og nýi tíminn ruglast saman í draumnum. Heimildarmaður fær braggann lánaðan og leggur af stað til baka. Við næsta bæ kemur þessi maður á jeppa á eftir honum, kemur út með þriðja mann og þeir ráðast á heimildarmann. Svo slapp hann frá þeim og er kominn að Langeyri. Þá sprettur þar upp stór hópur manna og einn þeirra er kunningi hans sem sagðist ekki ætla gera honum illt en hinir ráðst á hann. Halldór losnar en þeir ná honum aftur og binda hann. Maðurinn á jeppanum kemur og annar maður sem vill drepa Halldór. Halldór nær að losa hendurnar og ætlar að kyrkja manninn. Að lokum losnar hann frá þeim og vaknar.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 84/208 EF
E 66/1
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Halldór Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
14.07.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017