SÁM 88/1561 EF

,

Jakobína Jóhannsdóttir bjó í sambýli við aðra konu. Eitt sinn lagði hún sig snöggvast og dreymdi þá að stórt rauðskjöldótt naut væri í ganginum á húsinu. Ætlaði hún ekki að komast framhjá því. Seinna kom piltur í heimsókn. Sagði þá hin konan að honum hefði fylgt rauðskjöldótt naut. Sagði hún að það hefði verið siður að sækja naut á sleða ef að kýr var yxna. Einu sinni voru tveir strákar sendir á eftir rauðskjöldóttu nauti og var það bundið á sleðann. Þeir draga sleðann og litu aldrei aftur alla leiðina. Þegar komið var heim var nautið lærbrotið og varð að lóga því. Nautið fylgdi þeim eftir þetta.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1561 EF
E 67/70
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , fylgjur , húsdýr , draugar og veikindi og sjúkdómar
MI E423
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ástríður Thorarensen
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
10.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017