SÁM 85/275 EF

,

Þórunn á Heykollsstöðum var skyggn og hún sá huldufólk sumsstaðar. Eitt sinn seinni part vetrar dreymdi heimildarkonu að hún væri komin ofan af kletti skammt frá og sá að á honum voru dyr. Hún gekk þar inn. Þar sat kona, sem heilsaði. Maður lá í rúmi og tvö börn voru þar hjá. Konan sagðist búa þarna og maðurinn hennar hafi veikst fyrir nokkrum vikum. Konan sagðist hafa hleypt henni inn því hún vildi biðja hana bónar. Verst sagði hún kuldann og eldiviðarleysið. Hún spurði hvort hún mætti fá poka og poka af taði, Ingibjörg sagði það velkomið. Huldukonan þakkaði fyrir. Ingibjörg fór út og konan sagðist vona að hún yrði aldrei eldiviðarlaus. Síðan vaknaði Ingibjörg.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/275 EF
E 65/10
Ekki skráð
Sagnir og reynslusagnir
Huldufólk, nauðleit álfa og skyggni
MI F200, mi f330, mi f332 og scotland: f21
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ingibjörg Halldórsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
05.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017