SÁM 90/2248 EF
Spurt hvort víðar hafi verið reimt í Borgarfirði eystra en það var lítið. Nægur draugagangur utan til á héraðinu. Eyjaselsmóri var bæði í hlíðinni og Hjaltastaðaþinghánni. Hann var magnaður draugur en ekki gott að rekja það. Heimildarmaður sá hann aldrei sjálfur. Hann átti til dæmis að hafa drepið fé á Ketilsstöðum á Jökulsárhlíð. Vísað í bók eftir Halldór Pétursson í Reykjavík en hann er af ættinni sem Móri fylgdi. Móri hélt mikið til á Hóli á seinni árum þar sem bjó fólk af ættinni. Það var ekki margt fólk á heimilinu á Ásgrímsstöðum, sem er næsti bær fyrir innan Hól. Einu sinni gerðist það þar að hjónin heyra einhvern umgang og læti niðri í fjósi, en kýrnar voru undir palli. Það gengur svo langt að bóndi fer niður að athuga málið. Þá voru kýrnar farnar úr fjósinu. Það var víst ein kýr og kvíga. Þær finnast fram í hlöðu en þangað er innangengt. Þær eru þar og kvígan er bundin, og þau geta ekki losað hana. Bandið lá í gegnum þekjuna og út. Bóndi fer út að athuga með þetta, þá situr Móri þarna klofvega og heldur í bandið þannig að ekki var gott að ná því. Þegar Móri sá bónda sleppti hann bandinu. Þá fór bóndi inn og þá gekk allt vel. Móri átti það til að drepa menn, til dæmis á Hóli, þar drap hann mann sem hét Hálfdan og var af ættinni. Eyjaselsmóri ferðaðist um allt hérað, upp á Jökuldal og annars staðar. Hann fylgdi þessu fólki áreiðanlega
SÁM 90/2248 EF | |
E 67/5 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Nafngreindir draugar | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Björgvin Guðnason | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
06.01.1967 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017