SÁM 85/261 EF

,

Heimildarmaður talar um ágæti fósturforeldra sinna og segist muna eftir sér tveggja ára að aldri. Segir að lítið hafi verið um að börnum hafi verið skemmt. Allt snerist mest um trúmál. Segist hafa rennt sér á skíðum þegar kom snjór. Lærði síðan hjá pabba sínum þegar hann hafði tíma. Lesnir voru passíusálmar og aðrir lestrar. Heimildarmaður nefnir það að hún hafi oft séð ljós í klettum þegar hún var í Hraunkoti. Einnig heyrði hún högg í klettunum eins og verið væri að smíða þar. Hún nefnir það að oft hafi hún verið hrædd þegar hún var að reka féð þegar fráfærur voru, fór hún þá með allar bænirnar sínar og reyndi að hlaupa eins og fætur toguðu. Heimildarmaður nefnir einnig að eitt sinn er hún og móðir hennar voru að mjólka í kvíunum hafi hún séð mann í klettunum sem að alltaf var að gægjast upp fyrir þá. Lýsti hún manninum fyrir móður sinni. Hún sá ekki betur en að barn hafi verið með honum. Einnig heyrði hún mikið vein úr klettunum og brá henni svo mikið að hún missti mjólkurfötuna. Taldi heimildarmaðurinn þetta vera fyrir því að einhver væri feigur. Um sama leyti og þetta gerðist dó móðurbróðir heimildarmannsins. Heimildarmaðurinn sá einnig vafurloga í kletti sem að kallast Álagaklettur. Eitt sinn er hún kom til bróður síns var hún að ganga eitt kvöld í tungsljósi fram hjá klettum og sér þá konu ganga á undan sér. Konan var mjög falleg og var í bláum kyrtli með slæðu yfir sér. Hún hvarf síðan inn í klettinn. Heimildarmaðurinn var í þessu tilfelli að ná í vatn í fötur og hafði konan gengið að fötunum. Þegar heimildarmaðurinn fór að bera þær heim voru þær alveg fisléttar. Um nóttina dreymir heimildarmanninn konuna finnst henni sem að hún klappi sér á kinnina og segi: þér líður alltaf vel en þú hefur það erfitt. Eitt sinn þegar heimildarmaðurinn var níu ára hafði móðir hennar farið af bæ til veislu og voru krakkarnir heima. Um nóttina sofnar heimildarmaður og finnst henni sem að eitthvað leggist ofan á sig í rúminu. Lá þetta ofan á henni alla nóttina allt frá klukkan tvö og fram að sex. En þá kom móðir hennar upp stigann til þeirra. Stuttu síðar kom ókunnugur maður og settist á rúmið. Heimildarmaður segir að móðir sín hafi oft séð fylgjur og annað slíkt. Sigríður Þorsteinsdóttir á Hoffelli sagði heimildarmanninum oft margar huldufólkssögur. Hún var oft ein heima þegar fólk fór til kirkju. Eitt sinn er hún var ein heima ásamt tveggja ára gamalli systur sinni en allt fólkið hafði farið til kirkju þá sér hún að kona kemur upp á pallinn hjá stiganum. Verður þá Sigríður hrædd en konan er í bryddum skóm, fallegri treyju, með mikið hár og fína svuntu. Leggst konan fyrir ofan Sigríði í rúmið. Sigríður verður hrædd en sofnar þó og er hún vaknar aftur er allt horfið


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/261 EF
E 65/2
Ekki skráð
Sagnir, lýsingar og reynslusagnir
Huldufólk, huldufólksbyggðir, draumar, huldufólkstrú, fylgjur, leikir, æviatriði, barnastörf, fyrirboðar, vafurlogar og trúarhættir
MI F200, mi f210, mi n532 og tmi p101
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Bjarnadóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
22.06.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017