SÁM 88/1506 EF

,

Eitt sinn á þorranum var faðir heimildarmanns að sinna bústörfum. Kemur þá maður þar að sem heitir Magnús Sigurðsson. Hann hafði verið sendur með bréf á milli sýslna. Vildi faðir heimildarmanns að hann gisti því að hann taldi veðrið vera að fara að versna. En Magnús vildi það ekki og fór. Að tveimur tímum liðnum skall á mjög vont veður. Ekki hafði Magnús skilað sér til bæja og var farið að leita að honum. Ekki fannst líkið af honum þá en þegar fólkið fór á grasafjall um sumarið fann faðir heimildarmanns hatt og tók hann með heim. Þorbjörg var húskona á bænum og um nóttina dreymir hún að maður komi á gluggann til hennar. Hann segir að gaman hefði verið ef að Friðrik (faðir heimildarmanns) hefði fundið eitthvað meira en hattinn. Hún segir frá draumnum næsta dag og var þá safnað liði til að leita betur að líkinu. Ekki fannst líkið þrátt fyrir leitina.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1506 EF
E 67/32
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, æviatriði, húsdýr, fráfærur og hjáseta, atvinnuhættir, húsakynni, afturgöngur og svipir, búskaparhættir og heimilishald, ættarfylgjur, landpóstar, tíðarfar, slysfarir, nýlátnir menn, fatnaður og þorri
TMI C436
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hávarður Friðriksson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
07.02.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017