SÁM 94/3875 EF

,

Þið hafið garð líka, hvað voruð þið með í honum? sv. Það var nú aðallega kartöflur, fyrst og gulrófur, smávegis svona, það var, það aldrei hjá okkur mjög stór garður, það var vinnan yfir sláttinn við heyið og mamma var ekki látin gera mikla útivinnu við svoleiðis. Það er dáltið erfitt að vinna í þeim. Við höfðum kartöflur, kartöflur og gulrófur og..... rubarb.............Andrés............ Andrés Davíðsson, hann var heilmikill garðyrkjumaður og ég held hann hafi hjálpað mikið fólki til að koma af stað áður en að júkreiníufókið kom. Svo lærði fólk af því. Íslendingar..... gerðu ekki mikla garða, nema gulrófur. Pabbi sagði að sér hefði verið sagt að hann hefði lifað af fyrstu sex mánuðina mest af gulrófusoði. Það var svo fátækt fólkið sem að var settled in fyrst. sp. Og hann hefur þrifist af því? sv. Já. sp. En var í skóginum eitthvað sem þið gátuð notað til að borða? sv. Já, það voru ber, það var töluvert af, það var nú hjá okkur, var, það var þarna suður frá og hann var hjá okkur, var plommerskógur og það var heilmikið á haustin, allir komu til að tína plommer.... Það mátti stundum passa sig að ná í, að geta haft þær þangað til þær voru nógu góðar. Við höfðum alltaf haft nógar plommur. Svo voru kramber, það eru saskatoons, chipcherries, og svo voru jarð, það var töluvert af jarðaberjum fyrst og, raspberries, mjög góð, með rjóma. sp. Suðuð þið svo sultur úr þessu? sv. Það var soðið dáltið niður. Það var borðað hrátt það sem, jarðaber og svoleiðis, það var mikið borðað hrátt. En það var nú ekki það mikið af jarðaberjum, maður hafði heldur ekki tíma til að ná því. Svo var, svo fór það þegar það var slegið. Þetta var í engjunum og kringum engin sem. sp. Í grasinu? sv. Já, ég man eftir einum fyrsta júlí. Þá fór ég og tíndi býsna stóra könnu af jarðaberjum. Það var hreinsað úr þeim allt það besta en þegar ég kom heim um kaffitímann þá sé ég að það var svartur bakki í norðri og maður hugsaði ekki meira um það, við fórum inn að drekka kaffið. Rétt þegar við vorum búin að því þá kemur þetta litla hagl, svona stórt, alveg, það, merkin á húsunum sáust í mörg mörg ár á eftir. Það braut niður alveg grasið, það var bara brotið. Fór yfir part, mikinn part af engjunum hjá okkur og........ á eftir. Ég hef aldrei séð eins stórt hagl. Hundurinn var svo hræddur að hún hljóp upp í rúm. sp. Var fólk úti í þessu veðri eitthvað? sv. Það, ja, nei, það fór allt í skjól sem í skjól gat farið. Þetta, svona hagl það drap hænsni og, og varð, gripirnir hlupu inn í spruceskóginn. Við vorum inni og það braut alla glugga, sem að sneru á móti því................................ á eftir. sp. Og hefur þetta ekki gerst aftur? sv. Það er eina skiptið sem ég hef séð svona, hagl. Og ég að hugsa mér alltaf, ég er nú ekki búin að taka, því það er svo kalt en ég reyni alltaf að setja skrínin fyrir gluggana snemma því að ég er ekki hérna, því að ég er hrædd um að, að brjóti gluggana og rigni inn og þá, sumir kannski ætluðu að fara að hjálpa mér að verka það upp en mér líkar það ekki. sp. Þannig að þú ert viðbúin svona hagli aftur. sv. Ég setti bara plastic yfir þetta .... á þetta, þennan glugga er ég hrædd um. Ég....... úr glugganum. Það er hálf kalt núna...... Þetta hlýtur nú að vera tíð eins og á Íslandi.


Sækja hljóðskrá

SÁM 94/3875 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Matreiðsla og garðrækt
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019