SÁM 90/2246 EF

,

Heimildarmann dreymdi eitt sinn Pétur postula og bróður hans. Þá dreymdi hana að allur heimurinn væri farinn. Hún spurði þennan mann hvar hún ætti að sofa í nótt. Hún sagði að það hlyti að vera kominn heimsendir, það væru engin fjöll og öll hús farin. Hvar ætti hún að vera, hún gengi bara á möl. Þá spyr Pétur hvort hún viti við hvern hún sé að tala og glennir sig og kynnir sig svo sem Pétur postula. Þá spyr hún hvort að hann geti ekki útvegað henni svefnpláss. Hann neitar og segist ætla að sýna henni húsið sem hún hafi byggt. Þá hélt hún að postulinn væri að skrökva því hún hefði aldrei byggt hús. Og þetta gerðist á sama svæði og viðtalið var tekið. Svo fór hún og vildi ekki tala við hann. Hann kallar á eftir henni að sjá húsið sitt, það vanti bara í það gluggana. Þá kemur ungur og myndarlegur maður, hann stoppar og horfir á þau. Hún ákveður að spyrja þennan nýkomna hvort hann geti útvegað henni svefnpláss. Hún gengur í átt til hans en Pétur læðist á eftir henni og segir henni að gá að því að þetta sé frelsarinn og sagði að hún yrði að þéra hann. Hún spyr hvort hún verði að þéra hann, þá segir frelsarinn að hann hafi aldrei ætlast til þess að fólkið þéraði sig. Frelsarinn var mjög myndarlegur á meðan Pétur var mjög karlalegur. Bróðir Péturs var þarna líka. Þarna var húsið hennar sem gert var úr fallegum glansandi blágrýtishnullungum. Hún hefði aldrei getað borið þessa steina þarna upp. Hún sagðist aldrei hafa byggt neitt hús við Pétur og reif sig bara. Svo fór hún burt og þá vaknaði hún. Henni fannst mjög óhuggulegt að sjá heiminn svona tóman. Þegar hún sagði frá þessu var sagt að hún væri dulræn og viðkomandi sagðist verða hræddur við hana


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2246 EF
E 67/3
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, skyggni og helgir menn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðrún Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
04.01.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017